fbpx

Kaffiunnendur veittu konum kraft!

Heim / Fréttir / Kaffiunnendur veittu konum kraft!

profilmyndLandsnefnd UN Women á Íslandi og Kaffitár tóku höndum saman dagana 23. september til 7. október og skoruðu á kaffiunnendur að bæta 100 krónum við kaffibollann sinn og veita þannig konum í fátækustu löndum heims kraft til þess að búa sér og börnum sínum betra líf og framtíð.
Landsmenn tóku ákalli UN Women og Kaffitárs vel og lögðu sitt af mörkum í baráttunni fyrir réttlátari heimi fyrir konur og stúlkur.
Stuðningur landsmanna rennur í Jafnréttissjóð UN Women  sem bætir líf kvenna og stúlkna með efnahagslegri og pólitískri valdeflingu. Sjóðurinn hefur þegar haft áhrif á líf 18 milljónir kvenna og fjölskyldur þeirra. UN Women á Íslandi vill þakka forsvarsfólki Kaffitárs og öllu starfsfólkinu kærlega fyrir frábært samstarf og ekki síst öllu því góða fólki sem sótti kaffihúsin og lagði systrum sínum í fátækustu löndum heims lið!

Related Posts