fbpx

Störf við úthringingar hjá UN Women

Heim / Fréttir / Störf við úthringingar hjá UN Women

konur og barnLangar þig til að taka þátt í að efla jafnrétti út um allan heim?Ef þér er annt um jafnrétti, mannréttindi og réttlæti er þetta starf fyrir þig!

Starfslýsing

UN Women á Íslandi leitar að hörkuduglegu og samviskusömu fólki til að sinna úthringingum. Um er að ræða tímabundið verkefni með möguleika á lengri ráðningu.  Unnið verður frá 17.00-21.00 tvo virka daga í viku. Starfið er því tilvalið fyrir skólafólk.

Hæfniskröfur

  • Mjög góð samskiptahæfni
  •       Samviskusemi og áreiðanleiki
  •       Reynsla af úthringingum eða símasölu er kostur
  •      Áhugi og þekking á þróunar- og jafnréttismálum er kostur

Frekari upplýsingar veitir Snædís í síma 552-6200. Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember. Umsóknir sendist á snaedis@unwomen.is.

UN Women á Íslandi treystir á frjáls framlög í fjáröflun sinni og því er verkefni  úthringjara mikilvægur liður í fjáröflun samtakanna. Framlög til UN Women renna í verkefni sem stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna.  

Related Posts