fbpx

Sjóvá veitir UN Women styrk

Heim / Fréttir / Sjóvá veitir UN Women styrk

Við hjá UN Women á Íslandi erum gríðarlega þakklát Sjóvá fyrir ómetanlegan stuðning. Sjóvá ákvað að gefa ekki buff í Kvennahlaupi ÍSÍ sem fram fór 13. júní heldur styrkja UN Women á Íslandi um þá fjárhæð sem hefði annars verið varið í buffin.

Styrkur Sjóvá rennur til verkefna UN Women sem bregðast við neyð kvenna og stúlkna í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins.

Á myndinni má sjá Stellu framkvæmdastýru UN Women á Íslandi taka við styrknum frá Halldóru Ingimarsdóttir fyrir hönd Sjóvá.

Við hjá UN Women á Íslandi færum Sjóvá bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Related Posts