fbpx

Síminn undirritar Jafnréttissáttmálann

Heim / Fréttir / Síminn undirritar Jafnréttissáttmálann

siminn

Síminn hefur undirritað Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact. Sáttmálinn er um aukið jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna á vinnustöðum og í samfélaginu almennt. UN Women á Íslandi veita upplýsingar og aðstoð til íslenskra fyrirtækja sem vilja vinna með sáttmálann.
Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir í fréttatilkynningu að það sé „gífurlega mikilvægt að fyrirtækið skuldbindi sig til að vinna markvisst eftir sáttmálanum og stuðla þannig að framgangi og jöfnum tækifærum beggja kynja innan fyrirtækisins.“
Sævar Freyr Þráinsson,  forstjóri Símans segir einn af lykilþáttum í stefnu Símans að jafnrétti kynjanna ríki innan fyrirtækisins, því sé mikilsvert að fá tækifæri til að vinna með samtökunum að málinu.
 „Með UN Women fáum við liðsauka og sterkt vopn í jafnréttisbaráttunni og aðstoð í markmiðasetningu Símans út frá jafnréttissáttmálanum.“
Jafnréttissáttmálinn gefur samfélagsábyrgð Símans enn meira vægi, en Síminn hefur unnið markvisst að því að styrkja starf sitt á því sviði; ritaði meðal annars undir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrr á árinu.
Fanney Karlsdóttir, sérfræðingur Símans í samfélagsábyrgð, segir undirritun sáttmálans styðja við stefnumótun og markmiðasetningu í jafnréttismálum innan Símans.
„Það á bæði við út frá áherslum Símans í samfélagsábyrgð sem og stefnu fyrirtækisins í heild. Stefna fyrirtækisins kveður skýrt á um jafnrétti í orði og á borði,“ segir hún.
Related Posts