fbpx

Ljósaganga með Kvennalistakonum

Heim / Fréttir / Ljósaganga með Kvennalistakonum

979906 384209141712445 1420359342 oÞann 25. nóvember stóð UN Women á Íslandi standa fyrir Ljósagöngu á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi í yfir áratug og er Ljósaganga UN Women er orðinn fastur liður á þessum degi.

 

Dagurinn markaði jafnframt upphaf hins alþjóðlega 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum eru í forsvari fyrir.

Yfirskrift 16 daga átaksins þetta árið var Heimilisfriður – Heimsfriður.

Sérstakir heiðursgestir og ljósberar í göngunni í ár voruverða að þær merkiskonur sem áttu þátt í stofnun Kvennalistans fyrir 30 árum og vildu samtökin með þessum hætti heiðra starf þeirra í þágu jafnréttis á Íslandi.

Á dögunum var það tilkynnt að fimmta árið í röð var Ísland efst á lista Alþjóðaefnahagsráðs yfir ríki þar sem jafnrétti kynjanna mælist mest. Má með sanni þakka þann mikla árangur frumkvöðlastarfi Kvennalistakvenna.

Að göngu lokinni stigu á stokk í Stúdentakjallaranum, fulltrúar Kvennalistans sem sögðu frá merkilegri reynslu sinni og sögu flokksins.

Related Posts