fbpx

Stemning á Fiðrildafögnuði

Heim / Fréttir / Stemning á Fiðrildafögnuði

un48Mikil stemning var á Fiðrildafögnuði UN Women í Hörpu 14. nóvember síðastliðinn. Um eitt þúsund manns komu saman til þess að heiðra konur sem lifað hafa af sýruárásir og styrkja verkefni UN Women sem miða að því að uppræta slíkt ofbeldi.

Kvöldið hófst á fordrykk frá Grand Marnier og fjöldi íslensks listafólks lagði samtökunum lið til þess að gera kvöldið sem eftirminnilegast og má þar á meðal nefna dansara úr íslenska dansflokknum, Sigríði Thorlacius og Högna Egilsson úr Hjaltatlín, hljómsveitin Eva, landsþekktar leikkonur fóru í líki Malala og annarra baráttukvenna og vöktu vægast sagt athygli. Kvöldinu lauk með Bollywood-danssprengju með Margéti Erlu Maack í fararbroddi og allsherjar hópdansi sem vakti mikla lukku.

Hápunktur kvöldsins voru þó myndbandsinnslög frá Indlandi þegar hópur indverskra kvenna kom saman í Nýju Delí og tóku þátt í sjálfstyrkingarviku auk þess sem að þær bjuggu til vinaböndin sem notuð voru sem aðgöngumiði á  fögnuðinn.
UN Women á Íslandi vill þakka öllu því frábæra fólki sem lagði okkur lið við undirbúning kvöldsins og þeirra sem að fögnuðu á kvöldinu sjálfu. Þetta var ógleymanlegt kvöld.

Allur ágóði af af kvöldinu rennur í Styrktarsjóð Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum þökk sé bakhjörlum fagnaðarins, Íslandsbanka, CCP og Landsvirkjunar.

Related Posts