fbpx

Ný stjórn kjörin

Heim / Fréttir / Ný stjórn kjörin

UN Women ny stjornNý stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi tók til starfa í gær. Starf landsnefndar hefur vaxið ört á undanförnum árum og hafa aldrei fleiri styrkt samtökin með mánaðarlegu framlagi en hátt í 1.100 einstaklingar gengur til liðs við UN Women á síðasta ári og á íslenska landsnefndin þriðja  hæsta framlag landsnefnda til verkefna UN Women.

Guðrún Ögmundsdóttir hagfræðingur var endurkjörin formaður samtakanna. Í stjórn sitja sem fyrr Magnús Orri Schram, ráðgjafi, Ólafur Stephensen ritstjóri, Kristjana Sigurbjörnsdóttir mannfjölda – og þróunarfræðingur , Frímann Sigurðsson verkefna- og verkferlastjóri,  Guðrún Norðfjörð markaðsráðgjafi, Hrefna Dögg Gunnarsdóttir lögfræðingur, Arna Gerður Bang alþjóðastjórnmálafræðingur og Karen Áslaug Vignisdóttir hagfræðingur. Þá koma nýir meðlimir inn; Örn Úlfar Sævarsson, texta- og hugmyndasmiður og Soffía Sigurgeirsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur sem áður sat í varastjórn.

Í varastjórn sitja Fanney Karlsdóttir forstöðumaður og Vilborg Ólafsdóttir leikstjóri.

Related Posts