fbpx

HeForShe – ólíkir en sammála um kynjajafnrétti

Heim / Fréttir / HeForShe – ólíkir en sammála um kynjajafnrétti

forsidumynd talningatomasNý herferð UN Women, HeForShe – Ólíkir en sammála um kynjajafnrétti,  var hleypt af stokkunum í morgun þegar þegar Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, vígði glænýja séríslenska vefsíðu www.heforshe.is með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili UN Women á Íslandi.

Átakið miðar að því að ná til þeirra 8.500 karlmanna og stráka hér landi sem skráðu sig sem HeForShe í alþjóðlega átakinu síðastliðið haust, sem og til annarra.
Næsta HeForShe – skref
Nú er því komið að næsta skrefi, að hvetja karlmenn sérstaklega til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Heimsækja vefsíðuna www.heforshe.is og gerast mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women.
Af hverju sérstaklega karlmenn?
Í rannsókn á vegum UN Women er gefið til kynna að jafnrétti verði náð árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stráka og karlmenn um borð er talið að jafnrétti muni nást helmingi fyrr eða árið 2030.
Við hvetjum því karlmenn og stráka sérstaklega til að skrá sig og hafa raunveruleg áhrif á líf milljónir kvenna og stúlkna í fátækustu löndum heims.
Af hverju að styðja við UN Women?
Landsnefnd UN Women á Íslandi styrkir ólík verkefni; allt frá því að vinna með stjórnvöldum að bættri löggjöf, starfrækja saumastofur fyrir sýrlenskar konur í flóttamannabúðum í Jórdaníu og bæta götulýsingu í Nýju Delí þar sem 95% kvenna hafa upplifað kynferðislega áreitni á götum úti.
UN Women styður verkefni sem felast í því að stuðla að sterkari löggjöf og stefnumótun hvað varðar réttindi og líf kvenna, forvarnarverkefni eins og fræðsla fyrir unga drengi um kynjajafnrétti og bæta aðgengi kvenna að viðeigandi þjónustu, sé brotið á þeim.
Á næstu tveimur vikum verða stutt myndbönd, HeForShe – Ólíkir en sammála um kynjajafnrétti, sýnd eitt af öðru. Þar er þekktum karlmönnum og strákum teflt saman í forvitnilegum aðstæðum.
Jafnrétti kynjanna er mannréttindamál sem snertir okkur öll. Landsmenn geta skráð sig á www.heforshe.is 

Herferðin stendur yfir 11. – 26. maí.

Saman erum við sterkari!

Related Posts