fbpx

Gunnar Bragi opnar HeForShe átakið

Heim / Fréttir / Gunnar Bragi opnar HeForShe átakið

gunnarbragi notaGunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, vígði í morgun glænýja heimasíðu í tilefni af nýrri herferð UN Women á Íslandi; Heforshe – ólíkir en sammála um kynjajafnrétti.

Herferðin miðar að því að hvetja karlmenn til þátttöku í jafnréttisbaráttunni og er henni meðal annars beint að þeim 8.500 karlmönnum sem skráðu sig sem HeforShe í alþjóðlegu átaki UN Women síðastliðið haust.
Gunnar Bragi var sá fyrsti sem skráði sig sem mánaðarlegur styrktaraðili  á nýju síðunni  www.heforshe.is.
Rannsóknir UN Women gefa til kynna að jafnrétti kynjanna náist mun fyrr með stráka og karlmenn um borð. Jafnrétti er mannréttindamál sem snertir okkur öll. Við hvetjum því sérstaklega karlmenn og stráka til að skrá sig sem mánaðarlega styrktaraðila og hafa raunveruleg áhrif á líf milljónir kvenna og stúlkna í fátækustu löndum heims.
Allar nánari upplýsingar má finna á www.heforshe.is. Herferðin stendur yfir frá 11. – 26. maí nk.

Related Posts