fbpx

Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2015

Heim / Fréttir / Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2015

jafr.raðstefna myndHvatningarverðlaun jafnréttismála
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð standa að Hvatningarverðlaunum jafnréttismála og verða þau afhent þann 28. maí næstkomandi á morgunfundinum „Eru til karla- og kvennastörf?“ á Nauthóli.“

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun afhenda verðlaunin.
Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagsábyrgð og viðskiptalegum forsendum.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa stuðlað að:

– auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa
– jöfnum launum kynjanna
– jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum
– aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið

Sérstaklega er leitað að fyrirtækjum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
– Jafnrétti hefur fest rætur og sýnt er fram á varanleika
– Vakin er athygli á rekstrarlegum ávinningi af jafnrétti
– Stuðlað að verkefnum sem eru hvetjandi fyrir önnur fyrirtæki

Umsóknarfrestur er til 16. maí næstkomandi. Skráning fer fram hér.

Related Posts