fbpx

Fokk ofbeldi pokarnir komnir í sölu

Heim / Fréttir / Fokk ofbeldi pokarnir komnir í sölu

11103948 10152771131052544 627539838 n

Fokk ofbeldi armbandið vakti víða athygli og seldist upp á nokkrum vikum. Vegna mikillar eftirspurnar hefur UN Women á Íslandi látið útbúa taupoka í anda herferðarinnar.

Pokinn er ætlaður fullorðnum. Orðalagið er vísvitandi ögrandi og ætlað að hreyfa við fólki og stuðla að vitundarvakningu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ef orðalagið fer fyrir brjóstið á fólki þá er mikilvægt að muna að ein af hverjum þremur konum verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og 39 þúsund stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverjum einasta degi eða ein á þriggja sekúndna fresti. Þetta mun aldrei breytast nema að við tökum höndum saman. Ef viðkvæm eyru spyrja út í orðalagið, má líta á það sem rakið tækifæri til að útskýra fyrir þeim alvarleika ofbeldis.

UN Women á Íslandi hefur unnið náið með Kötlu Rós Völudóttir og Ragnari Má Nikulássyni í gegnum tíðina. Þau áttu hugmyndina að herferðinni, að fá nokkra dansara til að mynda í sameiningu orðin FOKK OFBELDI með líkömum sínum. Myndirnar sýna á táknrænan hátt hvernig vinna þarf sameiginlega gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum. En það var Saga Sig ljósmyndari sem myndaði dansflokkinn. Það er ósk UN Women á Íslandi að pokinn fái fólk til að tala um ofbeldi gegn konum. Með aukinni vitund eiga breytingar sér stað.

Allur ágóði af pokunum rennur í Styrktarsjóð SÞ til afnáms ofbeldis gegn konum og stúlkum sem vinnur að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum í fátækustu löndum heims. Starfsemi UN Women er eingöngu byggð á frjálsum fjárframlögum aðildarríkja SÞ, einkaaðilum og frá frjálsum félagasamtökum og því skiptir hver króna máli.

Pokinn kostar 2.200 krónur og fæst hér

 

Related Posts