Ný empwr peysa til styrktar Róhingjakonum

Home / Dæmisögur / Ný empwr peysa til styrktar Róhingjakonum

UN Women á Íslandi í samstarfi við iglo+indi kynna glænýja pastelbleika empwr peysu. Eins og í fyrra er peysan hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og rennur allur ágóði af sölu til neyðarathvarfs UN Women fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess.

Rúmlega 400 þúsund Róhingjakonur búa við erfið lífsskilyrði í Balukhali flóttamannabúðunum í Bangladess. Margar þeirra eru ekkjur og einstæðar mæður með mörg börn sem hafa nýverið flúið heimkynni sín í Mjanmar vegna ofsókna og grófs ofbeldis. Þær þora ekki út úr kofum sínum og eru ragar við að taka þátt í samfélaginu af ótta við ofbeldi nýju aðstæðum. Í neyðarathvarfi UN Women fá konur áfallahjálp, öruggt skjól og atvinnutækifæri. Auk þess dreifir UN Women teppum, vasaljósum og vistvænum kolum til matseldar og sæmdarsettum sem innihalda helstu hreinlætisvörur.

Nýju empwr peysunni verður fagnað rækilega fimmtudaginn 16.ágúst á Jamie’s Italian (Hótel Borg) og þér er boðið.

iglo+indi ásamt auglýsingastofunni Pipar/TBWA sem hannar útlit, umgjörð og myndatöku herferðarinnar gefa alla sínu vinnu við átakið. Elísabet Davíðsdóttir tók myndir herferðarinnar og gaf einnig vinnu sínu ásamt Guðbjörgu Huldísi sem farðaði þátttakendur í myndatöku. Við þökkum þeim fyrir ómetanlegt framlag í þágu Róhingjakvenna.

Stærðir: 80/86 92/98 104/110 116/122 128/134 140/146 XS S M L

Verð barnapeysa: 5.990 kr.

Verð fullorðinspeysa: 8.990 kr.

Empwr peysan fæst í verslun iglo+indi Skólavörðustíg og hér í vefverslun iglo+indi.

Við hvetjum þig til að næla þér í peysu og hlökkum til að sjá þig í empwr partýi 16. ágúst.

Kaupa peysu hér

Related Posts