fbpx

Hleypur þú í nafni UN Women?

Heim / Fréttir / Hleypur þú í nafni UN Women?

Ágóði áheitasöfnunar fyrir UN Women í Reykjavíkurmaraþoninu í ár rennur til neyðarathvarfs UN Women í Bangladess fyrir Róhingjakonur.

Undanfarna þrjá áratugi hafa Róhingjar sætt ofsóknum í heimalandinu Mjanmar. Fyrir ári síðan hertust ofsóknir á hendur Róhingjum til muna og hefur fólk flúið heimili sín vegna raunverulegs ótta um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar.

Nú halda tæplega 900 þúsund Róhingjar til í flóttamannabúðum í Bangladess. Þar af er rúmlega helmingur konur sem eru berskjaldaðar fyrir kynbundu ofbeldi og mansali og þora oft ekki út úr skýlum sínum til að nýta sér nauðsynlega þjónustu af ótta við að verða fyrir áreiti eða ofbeldi. Hafa þær flestar orðið fyrir eða orðið vitni af grófu ofbeldi og skortir helstu nauðsynjar til að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum.

UN Women starfrækir griðastaði fyrir Róhingjakonur í flóttamannabúðunum, þar sem þær fá áfallahjálp, öruggt skjól, menntun og atvinnutækifæri.

Með því að hlaupa fyrir Róhingjakonur veitir þú konum í búðunum von og kraft til framtíðar. Þinn stuðningur skiptir máli.

Láttu hjartað pumpa fyrir Róhingjakonur skráðu þig til leiks hér

Eða

Þú getur heitið á hlaupara UN Women hér

Hérna má lesa meira um verkefni UN Women í Bangladess.

Related Posts