Nemendur Ingunnarskóla afhenda UN Women 100 þúsund krónur

Home / Fréttir / Nemendur Ingunnarskóla afhenda UN Women 100 þúsund krónur

Nemendur á unglingastigi í Ingunnarskóla efndu til teiknisamkeppni um jólamerkimiða fyrr í haust. Átta miðar voru kosnir, prentaðir og seldir til styrktar góðu málefni. Eftir að hafa fengið fræðslu Ungmennaráðs UN Women fyrr í haust ákváðu nemendur að láta allan ágóða renna til verkefna UN Women. 

Iðunn Ingvarsdóttir, nemandi í 8.bekk afhenti ágóðann til Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýrunnar okkar í morgun við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla.

Hér má sjá framlag nemenda Ingunnarskóla ásamt fallegu gjafamerkimiðunum sem voru seldir til styrktar UN Women.

Hér má sjá framlag nemenda Ingunnarskóla ásamt fallegu gjafamerkimiðunum sem voru seldir til styrktar UN Women.

Söfnunarfénu verður varið í námsstyrki til þrjátíu stúlkna í Malaví sem leystar hafa verið úr þvinguðu barnahjónabandi. Við hjá UN Women á Íslandi þökkum nemendum á unglingastigi í Ingunnarskóla kærlega fyrir ómetanlegan stuðning við að veita ungum stúlkum í Malaví bjarta framtíð.

 

 


Related Posts