Markverðir sigrar árið 2016

Barnahjónabönd bönnuð í Zimbabwe

emma malawai

Emma Watson velgjörðarsendiherra UN Women heimsótti Malaví á alþjóðalega stúlkudeginum 11. október sl.Stórum áfanga var náð í Zimbabwe á árinu þegar bann við barnahjónaböndum var fært í lög. Áður en lagabreytingin var samþykkt var löglegt að gifta 16 ára stúlkur en 18 ára gamla karlmenn. Baráttukonurnar Loveness Mudzuru og Ruvimbo Tsopodzi beittu sér sérstaklega gegn barnahjónaböndum og skoruðu sérstaklega á stjórnvöld í Zimbabwe að breyta þessu. Báðar voru þær giftar 16 ára eldri mönnum en þriðjungur stúlkna í Zimbabwe voru giftar fyrir 18 ára aldur. Yfir 700 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna í heiminum hafa verið giftar innan við 18 ára aldur. Þessi markverða lagabreyting er von um breytta tíma og aukið kynjajafnrétti í heiminum.

Þrír flugmenn – þrjár konur

Konur eru aðeins þrjú prósent allra flugmanna í heiminum í dag. Hið merkilega gerðist á árinu þegar timeline-year-in-review-bruneifarþegaþota Royal Brunei Airlines frá Brunei til Jeddah var flogið með þrjár konur við stjórnvölinn. Já, í fyrsta sinn. Má segja að um jómfrúarflug kvenna á þessum slóðum hafi verið að ræða en er þetta fyrsta flugferðin sem stýrt er af kvenflugmönnum. Þess ber að geta að víða er unnið hörðum höndum að því að bæta öryggi kvenna í almenningssamgöngum. Neyðarhnöppum hefur verið komið fyrir í stætisvögnum í Indlandi auk öryggismyndavéla og GPS-tækja. Eftir klukkan tíu á kvöldin geta konur í Istanbúl stokkið upp í hvaða strætisvagn sem er og stokkið út hvenær sem er óháð stoppistöðvum. UN Women vinnur að því að auka öryggi kvenna á almenningssvæðum- og samgöngum með verkefninu Öruggar borgir í yfir tuttugu borgum víða um heim.

Alþjóðasakamáladómstóllinn dæmir í fyrsta sinn fyrir kynferðisbrot

Alþjóðasakamáladómstóllinn dæmdi í fyrsta sinn manneskju á forsendum kynferðisofbeldisbrota þegar Jean-Pierre Bemba, fyrrum varaforseti Mið-Afríkulýðveldisins var dæmdur í 16 ára fangelsi í mars síðastliðnum. Hann var fundinn sekur fyrir glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi. Hann var meðal annars fundinn sekur fyrir að hafa beitt nauðgunum sem stríðsvopni, fyrirskipað ránum og morðum á ótal manns á árunum 2002-2003 í Mið-Afríkulýðveldinu.

Annar fordæmisgefandi dómur féll einnig á árinu þegar Hæstiréttur Gvatemala dæmdi tvo fyrrum herstjóra fyrir að þvinga frumbyggjakonur í kynlífsþrælkun í borgarastyrjöld þjóðarinnar sem stóð í 36 ár. Er dómurinn fyrsti sinnar tegundar sem látinn er falla í alþjóðadómskerfinu.

Transfólk í Bólivíu leiðréttir skilríkin sín

timeline-year-in-review-bolivia-alamyLoks gefst transfólki í Bólivíu tækifæri á að leiðrétta skilríki sín og setja rétt nöfn eftir að hafa leiðrétt kyn sitt. Bólivísk stjórnvöld færðu í lög á árinu rétt fólks til að breyta nöfnum sínum, kyni og myndum  í skilríkjum.

Kröftug mótmæli gegn kynbundnu ofbeldi í Suður-Ameríku

Konur fylktu liði og mótmæltu ofbeldi gegn konum og stúlkum kröftuglega um gjörvalla Suður-Ameríku. Kveikjan að mótmælunum í Argentínu var skelfileg nauðgun sem átti sér stað þegar 16 ára gamalli stúlku var nauðgað og leiddi til dauða stúlkunnar. Mánuði áður hafði 16 ára stúlku verið nauðgað af hópi karlmanna í Brasilíu og leiddi málið til mikillar reiði þar í landi. Segja má að mótmælaalda hafi gengið yfir Suður-Ameríku í kjölfar voðaverkanna á árinu. Yfirskrift mótmælanna þvert á landamæri álfunnar var #NiUNaMenos eða „Ekki ein kona í viðbót“.

Takk fyrir að leggja þitt af mörkum í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Án baráttufólks eins og ykkar verða engar framfarir. Stuðningur ykkar er ómetanlegur!

Nýárskveðjur,

Landsnefnd UN Women á Íslandi.

P.s. Skrifstofa landsnefndarinnar eru lokuð til 4. janúar.