fbpx

Hátíðarkveðja UN Women

Heim / Fréttir / Hátíðarkveðja UN Women

hatidarkvedja-facebookVið hjá UN Women á Íslandi óskum þér gleðilegra jóla og þökkum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.

Árið 2016 var afar viðburðaríkt hjá landsnefnd UN Women. Árið fór vel af stað þegar almenningur studdi dyggilega við sms-neyðarsöfnun fyrir konur á flótta í Evrópu.

Fokk ofbeldi herferðin gekk gríðarlega vel en Fokk ofbeldi húfan seldist upp á fimm dögum í köldum febrúarmánuði. Dyggur stuðningur landsmanna í sms-söfnuninni Konur á flótta ásamt sölu á Fokk ofbeldi húfunni gerðu landsnefndinni kleift að senda út 15 milljónir til svæðisskrifstofu UN Women í Evrópu og Mið-Asíu til að bæta aðbúnað og móttöku kvenna á landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu.

Um miðjan febrúar mætti um 4000 manns á dansbyltinguna Milljarð rís sem var tileinkuð þetta árið öllum þeim konum á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börn sín. Samtakamátturinn var allsráðandi og var dansað í Hörpu í Reykjavík, Akureyri, Reykjanesbæ, Seyðisfirði, Neskaupstað og Höfn í Hornafirði.

Lesa meira

HeForShe – átakinu Kynjajafnrétti er keppnis var ýtt af stað um miðjan mars þar sem karlmenn voru hvattir til að beita sér sérstaklega fyrir kynjajafnrétti og skrá sig á www.heforshe.is. Var átakið unnið í samstarfi við Körfuknattleikssambandi Íslands og Domino´s á Íslandi. Bæði karla- og kvennalið Domino´s deildarinnar skráðu sig sem HeForShe ásamt rúmlega 4000 þúsund öðrum hér landi og fékk burðarmyndband átaksins verðskuldaða athygli.

Í júnímánuði, er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði það gott á EM sendi töluverður fjöldi fólks sms til styrktar konum á flótta í Evrópu undir heiti átaksins Fer fjölskyldan á flakk í sumar.

Ungmennaráð UN Women hélt 27 kynningar í grunn- og framhaldsskólum landsins á árinu auk þess sem það fyrir ýmsum viðburðum þar af Zumba-veislu á Klambratúni og nokkur pöbbkvis-kvöld.

Fjörtíu hlauparar söfnuðu áheitum fyrir UN Women í Reykjavíkurmaraþoninu og færum við öllum þeim kærar þakkir fyrir.

HeForShe-átakinu #EkkiHata var hleypt af stokkunum á haustmánuðum þar sem sjónum var beint að netníði og kynbundnu ofbeldi á netinu. Listamaðurinn Kött Grá Pje safnaði saman grófum og rætnum athugasemdum ungs fólks á netinu og gerði ljóð úr þeim hatursfullu ummælum sem var burðarefni myndbands sem vakti athygli á netníði sem er vaxandi samfélagslegt vandamál hér á landi sem og annars staðar.heforshe_dominos_leikmenn_fb_1270x665px

Undir lok árs efndi landsnefndin til sms-neyðarsöfnunar fyrir konur á flótta í Írak þar sem almenningur var hvattur til að senda sms og veita konu á flótta sæmdarsett sem inniheldur dömubindi, sápu og vasaljós. Enn og aftur sýndi samtakamáttur þjóðarinnar sig og var yfir 20 þúsund sæmdarsettum dreift til kvenna í Írak á innan við tveimur mánuðum.

Okkar innilegustu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning á árinu. Við hlökkum til að hefja nýtt starfsár og takast á við nýjar áskoranir með ykkar stuðningi.

Jólakveðja,

Starfsfólk og stjórn UN Women á Íslandi.

Lesa minna

 

Related Posts