Joe & the Juice og UN Women skora á þig

veggmyndUN Women á Íslandi og Joe & the Juice skora á þig að bæta 100 krónum við djúsinn á Joe & the Juice og Joe bætir öðrum 100 krónum við, dagana 18.-31. janúar. Allur ágóði, alls 200 krónur af hverjum drykk, rennur óskiptur til verkefna UN Women sem miða að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Ofbeldi gegn konum og stelpum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum. Hvert einasta samfélag í heiminum er þjakað af kynbundnu ofbeldi – á meðan það viðgengst og refsileysi ríkir munu framfarir í jafnréttisbaráttunni ekki eiga sér stað. Þegar konur eru heilbrigðar eru samfélög heilbrigð.

Vissir þú að…
  • 1 af hverjum 3 konum í heiminum hefur upplifað ofbeldi á lífsleiðinnistimpill

  • Líklegra er að stelpa í 10. bekk hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni heldur að hún reyki

  • Á hverjum einasta degi eru 39 þúsund stúlkur þvingaðar í hjónaband

  • 140 konum er nauðgað daglega í Brasilíu


UN Women styrkir verkefni um allan heim sem miða að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stelpum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð og stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum.

UN Women styrkir  athvarf fyrir þolendur sýruárása í borginni Siem Reap í Kambódíu. Þar er konum tryggð læknisþjónusta, sálfræðiaðstoð og jafningjastuðningur.

UN Women vinnur að því að uppræta limlestingu á kynfærum stúlkna í Gambíu með fræðslu og vitundarvakningu að vopni. Eftir margra ára baráttu var bann við limlestingu á kynfærum kvenna loks lögfest fyrir rúmu ári síðan. UN Women vinnur nú að því að efla framfylgd laganna í Gambíu auk fræðslu.

Upprætum ofbeldið saman!