Konur af erlendum uppruna stíga fram á Milljarði rís

Home / Fréttir / Konur af erlendum uppruna stíga fram á Milljarði rís

Komið er að dansbyltingu ársins sem haldin verður í sjötta sinn, föstudaginn 16. mars kl.12-13 í Hörpu, á vegum UN Women á Íslandi í samstarfi við Sónar Reykjavík.

Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum!

Í ár tileinkum við Milljarð rís konum af erlendum uppruna sem þurft hafa að þola margþætta mismunun, kynferðisleg og líkamlegt ofbeldi. Þær munu eiga sviðið í Hörpu og flytja nafnlausar frásagnir hugrakkra kvenna sem deilt hafa reynslu sinni. Undanfarið hafa konur úr ólíkum geirum stigið fram í krafti #MeToo byltingarinnar og lýst kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa þurft að þola. Bylting er hafin og ofbeldi gegn konum verður ekki liðið – Hingað og ekki lengra!

DJ Margeir heldur uppi stuðinu líkt og undanfarin ár og lofum við ógleymanlegri upplifun.

Sísí Ey stígur á stokk og Barakan Drumn Dance sjá til þess að fólk fer dansandi inn í helgina!

Við hvetjum fólk til þess að nota almenningssamgöngur til að koma í Hörpu, en hægt verður að leggja frítt í bílakjallara Hörpu á meðan fjörið stendur yfir.

Í ár verður einnig dansað af krafti í; Hofi Akureyri, Félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði, Hljómahöllinni á Suðurnesjum, Íþróttahúsinu Neskaupstað, Þrykkjunni Vöruhúsi, Íþróttahúsinu Egilsstöðum, Félagsheimilinu Hvammstanga og Óðali Borgarnesi.

Mætum og látum jörðina hristast með samtakamættinum!

Hér má lesa meira um Milljarð rís

#milljardurris #fokkofbeldi

Related Posts