Aðalfundur landsnefndar UN Women á Íslandi

Home / Fréttir / Aðalfundur landsnefndar UN Women á Íslandi

Fundarboð á aðalfund landsnefndar UN Women á Íslandi 2018

Aðalfundur landsnefndar UN Women verður haldinn miðvikudaginn 25. apríl klukkan 20.00 í miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 176, fimmtu hæð.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Formaður UN Women á Íslandi skýrir frá viðfangefnum félagins og rekstri þess á liðnu starfsári.
  3. Rekstrar- og efnahagsreikningar landsnefndar fyrir liðið starfsár eru kynntir og lagðir fram til samþykktar.
  4. Kjör stjórnar og formanns.
  5. Kjör endurskoðanda.
  6. Önnur mál:
    Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni og tillögur sem löglega eru upp bornar

Fundurinn er opinn. Félagar UN Women sem greitt hafa félagsgjöld sl. ár eða eru í Systralagi UN Women á Íslandi og hafa greitt mánaðarlega í minnst sex mánuði hafa rétt á að bjóða sig fram til stjórnar og hafa atkvæðisrétt. Minnum á að framboð til stjórnar þarf að berast þremur virkum dögum fyrir aðalfund (20. apríl) á stella@unwomen.is

Við hvetjum alla áhugasama til þess að mæta!

Related Posts