fbpx

Ljósagangan 2022: „Kona, líf, frelsi!“

Heim / Fréttir / Ljósagangan 2022: „Kona, líf, frelsi!“

Zohreh Aria flytur erindi sitt á Ljósagöngunni. Mynd/Heiðrún Fivelstad

Ljósaganga UN Women á Íslandi fór fram föstudaginn 25. nóvember. Yf­ir­skrift Ljósa­göng­unn­ar í ár var Konur, líf, frelsi, sem er jafnframt slagorð mótmælanna sem staðið hafa yfir í Íran í tæpa þrja mánuði. Zohreh Aria frá Íran leiddi gönguna í ár ásamt Zahra Mesbah frá Afganistan og Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi.

Hér að neðan má lesa ræðuna sem Zohreh flutti við upphafi Ljósagöngunnar.

 

„Ég ætla að hefja ræðu mína með ákallinu „Kona, líf, frelsi!“

Leyfið mér að segja ykkur frá íslömsku einræðisstjórninni í Íran sem hefur í 43 ár framið hroðaleg mannréttindabrot, ekki aðeins í Íran, heldur um allan heim:Meira en 3000 pólitískir fangar voru teknir af lífi árið 1989. Stjórnin hefur myrt fjöldan allan af blaðamönnum, listafólki og aktívistum bæði innan og utan Íran.

Fjöldaaftökur mótmælenda fóru fram á árunum 1999 til 2009.

Hryðjuverkaárás sem stjórnin framdi árið 2019 þegar byltingarvarðsveit Íran (e. the Islamic Revolutionary Guard Corps) skaut niður úkraínsku farþegaflugvélina 752 og 167 saklausir menn, konur og börn létust, en atvikið var harðlega mótmælt af íbúum Írans.

Stjórn sem hefur takmarkað aðgang fólks að internetinu undanfarnar vikur, myrt 1.500 einstaklinga á götum úti og handtekið mörgþúsund, sem ekki hefur spurst til síðan.

Íslamska stjórnin í Íran er ábyrg fyrir ótal sprengingum og aftökum um allan heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Argentínu, Þýskalandi, Frakklandi og Svíþjóð, en þessi listi er ekki tæmandi.

Stjórn sem flytur vopn á borð við dróna og langdrægar flaugar til Rússlands sem notar þau til að drepa fólk í Úkraínu.

Einræðisherrar standa sameinaðir og við þurfum einnig að standa sameinuð.

 

Mega ekki syngja, dansa eða hjóla

Þann 13. September 2022 var ung, kúrdísk stúlka að nafni Masha Amini handtekin af siðgæðislögreglunni og lést í haldi þeirra eftir ofbeldi og barsmíðar. Þetta varð kveikjan að byltingunni sem á sér nú stað í Íran og nafn hennar varð slagorð byltingarinnar.

Fólk flyktist út á götur borga og um leið hóf stjórnin þegjandi að fella mótmælendur.

Fyrir ykkur gæti það sem ég ætla að segja ykkur núna virst ótrúlegt, en sem írönsk kona, sem hefur búið við ofstjórn íslömsku einræðisstjórnarinnar, get ég sagt ykkur að íranskar konur hafa misst grundvallar mannréttindi sín undir þessari stjórn.

Íranskar konur mega ekki sækja um vegabréf nema með leyfi föður eða maka, sem þýðir jafnframt að þær eru ekki frjálsar ferða sinna nema með þeirra samþykki.

Íranskar konur mega ekki hjóla eða ferðast um á mótorhjólum.

Íranskar konur mega ekki syngja á almannafæri.

Íranskar konur mega ekki dansa á almannafæri.

Íranskar konur mega ekki verða dómarar eða gegna embætti forseta.

Íranskar konur mega ekki eiga frumkvæði að skilnaði. Og ef eiginmaður skilur við þær, missa þær forræðið yfir börnum sínum.

 

Nota sjúkrabíla til að nema fólk á brott

Þetta er fyrsta byltingin í heiminum sem leidd er af konum og íranskir karlmenn styðja við þær, standa með þeim hlið við hlið og berjast fyrir því að endurheimta landið sitt úr klóm fanatískrar íslamskrar einræðisstjórnar.

Stúlkur hætta lífi sínu til að mótmæla á götum úti á hverjum degi. Þær standa tómhentar andspænis byssukúlum og táragasi. Í þeirra huga er þetta einstefna og engin leið til baka, því það er ekkert til að snúa aftur til. Þær berjast fyrir frelsi og reisn.

Samkvæmt nýjustu fréttum hefur stjórninn beitt nauðgunum sem pyntingartóli á drengi og stúlkur. Meira en 50  börn og 400 fullorðnir einstaklingar hafa látist í mótmælunum og meira en 16.000 verið handtekin og bíða nú þess að vera tekin af lífi, en íranska þingið samþykkti dauðarefsingu gegn mótmælendum. Fjöldi mannréttindalögfræðinga og menntafólks hefur verið handtekið og bíður sama dóms. Sumir þessara pólitísku fanga voru brenndir lifandi inni í Evin fangelsinu í tilraun til að ógna mótmælendum.

Þjóðernishreinsanir eiga sér stað í Kúrdistan þar sem stjórnin beitir skriðdrekum og vopnum gegn mótmælendum sem hefur kostað hundruðir lífa.

Stjórnin notar sjúkrabíla til að flytja hermenn sína inn í hóp mótmælenda og nema fólk brott. Þess vegna þurfa félagasamtök um allan heim að standa með Írönum og sýna frumkvæði í verki.

Konur um allan heim hafa klippt hár sitt til að sýna samstöðu með írönskum konum.

Við biðjum fólk um að standa með friði, frelsi og írönsku þjóðinni og að það biðji stjórnvöld um að grípa til aðgerða. Við viljum þakka íslenskum stjórnvöldum, mannréttindasamtökum, UN Women á Íslandi og okkar kæra vini, Föður Toshiki, sem hefur barist með okkur.“

Kona , líf,  frelsi

Woman , life , Freedome

Zan , zendegi ,azadi

Related Posts
Afganistan, HeratZahra Mesbah frá Afganistan, Ljósaganga 2022