Götukynnar óskast

Home / Fréttir / Götukynnar óskast

Viltu vinna hjá UN Women á Íslandi?

Við hjá UN Women á Íslandi viljum bæta við okkur hörkuduglegu fólki í fjáröflunarteymið okkar.

Starfið felur í sér að kynna starfsemi UN Women með því að ganga í hús á höfuðborgarsvæðinu og bjóða fólki að gerast styrktaraðilar samtakanna. Vinnutími er frá 17 – 21 tvö til fjögur kvöld í viku eftir samkomulagi.

Hæfniskröfur:

  • Mjög góð samskiptahæfni og hrífandi framkoma
  • Samviskusemi og áreiðanleiki
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla af sölumennsku er kostur
  • Áhugi á starfsemi UN Women og kynjajafnrétti er kostur

Umsóknir ásamt ferilskrá berist til unwomen@unwomen.is fyrir 1. mars. Frekari upplýsingar veitir Snædís Baldursdóttir, fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi í síma 552-6200

Related Posts