fbpx

Byko styrkir verkefni UN Women í Úkraínu um 1.5 milljón

Heim / Fréttir / Byko styrkir verkefni UN Women í Úkraínu um 1.5 milljón
Stella, Byko,

Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri Byko, og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.

UN Women á Íslandi tók á móti 1.500.000 kr. styrk frá Byko í síðustu viku.

Viðskiptavinir Byko gátu bætt 500 krónum við heildarupphæð viðskipta sinna til styrktar verkefnum UN Women í Úkraínu. Byko jafnaði svo upphæðina sem safnaðist.

UN Women á Íslandi er afar þakklát Byko fyrir að hafa frumkvæði að þessari söfnun enda er stuðningur sem þessi okkur ómetanlegur. Eins viljum við þakka viðskiptavinum Byko fyrir frábærar viðtökur og stuðning. Fjárhæðin sem safnaðist rennur til verkefna UN Women í Úkraínu, sem eru fjölmörg og ólík.

Í austurhluta Úkraínu, þar sem átökin hafa verið hvað hörðust, liggur mest á lífsnauðsynlegri neyðaraðstoð. Í vestur Úkraínu snúast verkefni UN Women að því að tryggja konum á flótta húsnæði, heilbrigðisþjónustu, lagalega þjónustu og fjárhagslegan stuðning. Þá styður UN Women í Úkraínu við ýmis félagasamtök, þ.m.t. kvennaathvörf, gistiskýli fyrir heimilislausar konur, úrræði fyrir konur í vændi og athvörf fyrir Róma fólk á flótta, en fordómar hamla því oft að þau hljóti skjól og aðstoð.

Related Posts
CEDAW