Ungt fólk frætt um afleiðingar kynbundins ofbeldis í Kyrgizstan

Home / Dæmi um styrktarverkefni / Ungt fólk frætt um afleiðingar kynbundins ofbeldis í Kyrgizstan

Í Kyrgyzstan, sérstaklega í sveitum landsins, eru stúlkur og konur berskjaldaðri fyrir kynbundnu ofbeldi en víða annars staðar.

Brúðarstuldur og gifting barnungra stúlkna mun eldri mönnum er enn útbreitt vandamál og ofbeldi sem óteljandi stúlkur verða enn fyrir.
Samtökin NFCCK í Kyrgyzstan eru ein þeirra samtaka sem hljóta styrk frá Styrkarsjóði SÞ gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum. Starf samtakanna felst í að því að uppræta kynbundið ofbeldi með fræðslu fyrir stúlkur um hvernig þeim ber að forðast ofbeldið. Einnig eru strákar fræddir um hvað felst í að virða maka sinn, kynjajafnrétti og hvernig styðja megi við þá sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Samtökin starfrækja sjálfshjálparhópa innan skólanna sem þolendur hitta og fá stuðning af í kjölfar fræðslunnar. Auk þess standa samtökin fyrir fræðslu og þjálfun kennara og annarra leiðtoga sem vinna með börnum og unglingum skólanna.

Saga Kulipu

KYR-Bride

„Það á að berja konur á hverjum degi“ segir Kamilla frá Kirgistan er hún endurtekur vægðarlaus orð mágs síns.
Kulipa systir hennar var rænt af heimili sínu þegar hún var 19 ára af tilvonandi eiginmanni sínum. Brúðarstuldur er útbreitt vandamál í Kyrgizstan.
„Hjónabandið var algjör martröð. Þegar konum er rænt og þær þvingaðar í hjónabönd eru þær niðurlægðar og þær upplifa sem eign eignmanns síns,“ útskýrir Kamilla.
„Systir mín upplifði þetta einnig en þegar hún vildi skilja við eiginmann sinn, myrti hann hana,“ heldur Kamilla áfram. Eiginmaður Kulipu var dæmdur fyrir morð og afplánar nú dóms sinn; þökk sé harði baráttu UN Women og öðrum félagasamtökum. Eftir mikinn þrýsting UN Women, samþykkti kyrgiska þingið loks að herða refsingar fyrir brúðarstuldur en sá sem er fundinn sekur fyrir slíkan glæp getur átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsisdóm.

Ég vil gerast mánaðarlegur styrktaraðili UN Women á Íslandi

Related Posts