UN Women í Kaupmannahöfn leitar að starfsnema

Home / Fréttir / UN Women í Kaupmannahöfn leitar að starfsnema

Hefur þú áhuga á jafnrétti kynjanna? Langar þig að starfa hjá UN Women í Kaupmannahöfn?

Norræn samstarfsskrifstofa UN Women í Kaupmannahöfn leitar að starfsnema á skrifstofu sína sem er staðsett í SÞ Borginni (e. UN City) í Kaupmannahöfn. Skrifstofan heldur utan um viðburði, vitundarvakningar, upplýsingagjöf til almennings, fjölmiðla og einkafyrirtækja um verkefni og áherslur UN Women. Norræna samstarfsskrifstofan vinnur einnig náið með öðrum skrifstofum Sameinuðu Þjóðanna á Norðurlöndunum.

Starfsnámið hefst 1. febrúar og lýkur 31. júlí 2018. Starfsnámið er hugsað fyrir fólk sem er í grunnnámi í háskóla og hefur brennandi áhuga á jafnrétti kynjanna og alþjóðlegu samstarfi. Nauðsynlegt er að hafa gott vald á ensku og mjög gott vald á einu Norðurlandamáli. Umsóknarfrestur er til 31. október og fer í gegnum Norrænu samstarfsskrifstofu UN Women í Kaupmannahöfn og senda skal ferilskrá og umsóknarbréf á agnes.klem@unwomen.org.

Ítarlegar upplýsingar má finna hér.

Related Posts