fbpx

UN Women í heimsókn á Bessastöðum

Heim / Fréttir / UN Women í heimsókn á Bessastöðum

Um þessar mundir stendur landsnefndafundur UN Women yfir hér á landi. Aðilar fimmtán landsnefnda um víða veröld ásamt starfshópi höfuðstöðva UN Women frá New York funda á Suðurlandi næstu þrjá daga. Farið verður yfir aðgerðaráætlanir og stefnumótun í starfi landsnefndanna í starfi þeirra í þágu kvenna og kynjajafnréttis um heim allan.

Af því tilefni tóku Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands og forsetafrúin Eliza Reid á móti fulltrúum UN Women og ávarpaði Guðni forseti hópinn með hvatningarræðu í tilefni Kvennafrídagsins og sagði frá tímamótum í jafnréttisbaráttunni líkt og þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir var kosin Forseti og þar með fyrsti þjóðkjörni kvenleiðtogi heims.

Þess má geta að Landsnefnd UN Women á Íslandi legg­ur stofnun UN Women til hæsta fjár­fram­lag allra lands­nefnda, óháð höfðatölu.

Related Posts