fbpx

Takk, takk, takk!

Heim / Fréttir / Takk, takk, takk!

Kæru maraþon hlauparar

224766_10151032527638865_1792555085_nEins og þið kannski vitið, þá treystir UN Women á Íslandi alfarið á framlög einstaklinga, en framlögin renna til Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Sjóðurinn hefur það megin markmið að uppræta ofbeldi gegn konum í fátækustu löndum heims.

Ár hvert berast yfir 1.500 beiðnir frá frjálsum félagasamtökum í fátækum löndum til sjóðsins. Félagasamtökin sækja um fjárhagslegan  styrk til að uppræta kynbundið ofbeldi í sínu nærumhverfi. UN Women leggur mikla áherslu á að vinna með grasrót hvers samfélags og hefur trú á að á þannig náist raunverulegur árangur.

Því miður hefur Styrktarsjóðurinn aðeins ráð á að styrkja 25 af þessum 1500 umsóknum. Því er kraftur og dugnaður hlaupafólksins okkar algjörlega ómetanlegur. Með áheitum úr Reykjavíkurmaraþoninu getum við gert enn meira saman í nafni jafnréttis og réttlætis.

Við minnum hlauparana okkar á klæðast appelsínugulri flík í hlaupinu svo að klappstýruliðið okkar geti hvatt ykkur áfram með tilheyrandi látum.

Takk fyrir að leggja systrum ykkar lið og veita þeim byr undir báða vængi.

Related Posts