fbpx

Fiðrildafögnuður UN Women

Heim / Fréttir / Fiðrildafögnuður UN Women
Mikil stemning var á Fiðrildafögnuði UN Women í Hörpu sem haldin var 14. nóvember. Um eitt þúsund manns komu saman til þess að heiðra konur sem lifað hafa af sýruárásir og styrkja verkefni UN Women sem miða að því að uppræta slíkt ofbeldi.
Samtökin ýttu úr vör áhrifaríkri auglýsingaherferð þar sem andlit þekktra íslenskra kvenna var skeytt saman við andlit indverskra kvenna sem lifað hafa af sýruárásir og er óhætt að segja að herferðin hafi vaki mikla athygli. Einnig voru framleidd tvenn vídjóinnslög sem sýnd voru í sjónvarpi og í bíóhúsum bæjarins.
Aðgangsmiði gesta á fögnuðinn voru indversk vinaarmbönd en þeim fylgir aldagömul hefð á Indlandi. Armböndin urðu til þegar átta hugaðar indverskar konur sem lifað hafa af sýruárásir komu saman í Nýju Delí. Þessum konum fengu gestir fagnaðarins að kynnast á kvöldinu sjálfu.
Kvöldið sjálft hófst á fordrykk frá Grand Marnier og fjöldi íslensks listafólks lagði samtökunum lið til þess að gera kvöldið sem eftirminnilegast og má þar á meðal nefna dansara úr íslenska dansflokknum, Sigríði Thorlacius og Högna Egilsson úr Hjaltatlín, hljómsveitin Eva, landsþekktar leikkonur fóru í líki Malala og annarra baráttukvenna og vöktu vægast sagt athygli. Kvöldinu lauk með Bollywood-danssprengju með Margéti Erlu Maack í fararbroddi og allsherjar hópdansi sem vakti mikla lukku. Hápunktur kvöldsins voru þómyndbandsinnslög frá Indlandi þegar hópur indverskra kvenna kom saman í Nýju Delí og tóku þátt í sjálfstyrkingarviku .
Allir ágóði af kvöldinu rann í Styrktarsjóð Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum þökk sé bakhjörlum fagnaðarins, Íslandsbanka, CCP og Landsvirkjunar.
Herferðin var tilnefnd til íslensku auglýsingaverðlaunanna í flokki almannaheillaauglýsinga.
Related Posts