fbpx

Sláandi staðreyndir um stúlkur

Heim / Verkefnin / Afnám ofbeldis / Sláandi staðreyndir um stúlkur

Alþjóðadagur stúlkubarnsins er í dag, 11. október. Slagorð dagsins er „Stafræn framtíð, okkar kynslóð“ og er innblásið af þeim öflugu stúlkum um allan heim sem berjast fyrir réttindum sínum, auknum tækifærum og jafnrétti.

Á þessum Alþjóðadegi stúlkubarnsins kallar UN Women eftir auknu aðgengi stúlkna að netinu og menntunar á sviði forritunar og tölvunarfræða.

Stúlkurbúa enn við skert mannréttindi og tækifæri samanborið við drengi.

  • 1 af hverjum 4 stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára eru hvorki í námi né vinnu, samanborið við 1 af hverjum 10 drengum á sama aldri.
  • 435 milljónir stúlkna og kvenna lifa á innan við 244 krónum á dag.
  • 47 milljónir kvenna og stúlkna búa við fátækramörk í dag vegna COVID-19.
  • 60% þjóðríkja eru enn með lög sem mismuna stúlkum og konum, m.a. lög sem banna konum að erfa eignir og eiga eignir.

UN Women vinnur að því að efla réttindi stúlkna um allan heim, meðal annars með því að þrýsta á lagabreytingar, efla menntun þeirra og atvinnuþátttöku, styðja við pólitíska þátttöku kvenna og veita kvenmiðaða neyðaraðstoð.

Með því að kaupa Námsstyrk fyrir stúlku í Malaví eða Tölvunámskeið fyrir konur á flótta – styður þú við starf UN Women.

Related Posts
Líkami okkar, þeirra vígvöllur