fbpx

Ný stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi tekur til starfa

Heim / Fréttir / Ný stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi tekur til starfa

IMG_20130514_083107Ný stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi tók til starfa í gær. Starf landsnefndar hefur vaxið ört á undanförnum árum og náði félagið að auka framlög sín til verkefna erlendis um rúman helming á síðasta ári.

Guðrún Ögmundsdóttir hagfræðingur var kjörin formaður samtakanna. Í stjórn sitja sem fyrr Ólafur Stephensen ritstjóri, Margrét Rósa Jochumsdóttir ritstjóri, Olga Eleonora Egonsdóttir fjármálastjóri og Þórey Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri. Eftirtaldir voru kjörnir nýir í stjórn á aðalfundi samtakanna. Kristjana Sigurbjörnsdóttir mannfjölda – og þróunarfræðingur, Þóra Arnórsdóttir dagskrágerðarmaður, Frímann Sigurðsson verkefna- og verkferlastjóri,  Guðrún Norðfjörð markaðsráðgjafi, Hrefna Dögg Gunnarsdóttir lögfræðingur og Soffía Sigurgeirsdóttir ráðgjafi.

Starfskonur landsnefndar vilja þakka fyrrum formanni Regínu Bjarnadóttur og fráfarandi stjórnarfólki kærlega fyrir ánægjulegt og gæfuríkt samstarf.

Related Posts