Lögreglukonur klífa metorðastigann í Afríku

Home / Fréttir / Lögreglukonur klífa metorðastigann í Afríku

Liberia Police Sadatue 1 1 675x450Þegar Sadatu Reeves var 8 ára gömul, rakst hún á ljómyndir af lögreglukonum í tímariti sem faðir hennar hafði keypt erlendis.

Við að sjá þessar myndir blossaði upp þrá innra með henni til að klæðast einn góðan veðurdag, lögreglubúningi.
Hún útskrifaðist árið 2004 með háskólagráðu í afbrotafræði, stuttu eftir að borgarastríði Líberíu (1989-2003) lauk. Fjölskyldan hennar var á móti því að hún myndi starfa sem lögregluþjónn og setti sig helst upp á móti þeirri ákvörðun Reeves vegna þess hve lág launin eru ásamt óttanum við því að hún myndi öðlast vantraust almennings í kjölfar þess ofbeldis og nauðgana sem hluti lögreglunnar bar ábyrgð á í borgarastríðinu. „Þrátt fyrir slæmt orðspor og brotna innviði lögreglunnar í Líberíu eftir stríðið, langaði mig að verða hluti af nýrri kynslóð lögreglufólks í Líberíu og leggja hönd á plóg við að endurreisa ímynd og traust lögreglunnar,“ segir Reeves sem var 27 ára þegar hún gekk til liðs við lögreglu Líberíu árið 2004. Aftur á móti nýlega tók hún við stöðu aðstoðarlögreglustjóra og er þar með eina konan sem gegnir stöðu eins af þremur æðstu stjórnendum lögreglunnar.
UN Women styður verkefni í Líberíu sem miðar að því efla framakonur líkt og Reeves til að öðlast þá starfshæfni og valdsvið sem þarf til að komast í leiðtogastöður.
Veruleg aukning hefur orðið á lögreglukonum innan sveitar lögreglunnar. Árið 2007 voru konur aðeins 6% starfandi lögregluþjóna í dag eru þær 17% starfandi lögregluþjóna landsins. Með aðstoð UN Women hafa fleiru lögreglukonur hlotið þjálfun og verið ráðnar af stjórnvöldum til starfa. Er stefnt að því að ná langtímamarkmiði upp á að 30% lögreglunnar verði konur, fyrir árið 2030. Í dag er Reeves leiðandi fyrirmynd margra kvenna og segir: „Með því að ráða inn fleiri konur til liðs við lögregluna munum við ná mun meiri árangri og byggja upp sterkari og fjölbreyttari starfshóp og fyrir vikið þjóna betur hlutverki löggæsluaðila í samfélaginu“.


Stóra samhengið
Um allan heim er aðeins örlítill hópur kvenna sem sinnir löggæslu. Rannsóknir frá árinu 2015 sýna að 97% friðargæsluliða og 90% lögregluþjóna heimsins  eru karlmenn.
Árið 2009 hrintu Sameinuðu þjóðirnar alþjóðlegu átaki af stað sem miðaði að því að gera konur að 20% hluta þess sem starfar við friðargæslu. Töluverður árangur hefur náðst víða um Afríku.
Í Rúanda var keyrt af stað átak árið 2010 með það að markmiði að fjölga konum sem hafa aðkomu að öryggis- og friðarferlum samkvæmd ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Árið 2009 voru aðeins fimmtíu konur starfandi lögregluþjónar þar í landi en árið 2012 hafði konum fjölgað verulega eða um 137 konur. Í desember 2015, sendi Rúanda flesta kvenkynsfriðargæsluliða á vettvang eða 114 konur. Með stuðningi UN Women hafa lögregluþjónar í Rúanda hlotið tilskylda starfshæfni til að safna betur upplýsingum og unnið ítarlegri skýrslur um störf og innviði lögreglunnar þar í landi.
Með stuðningi UN Women, setti fyrrum forseti Malaví, Joyce Banda, á laggirnar svokallað Malawi Women Police Network árið 2014 í þeirri viðleitni við að fjölga konum innan röðum lögreglunnar. UN Women hefur unnið náið með lögreglunni í Malaví við að styrkja kynjasamþættingu innan lögreglunnar og styrkti svæðisbundna þjálfun fyrir lögregluþjóna um hvernig bregðast eigi við ólíkum glæpum og hvernig valdefla megi konur innan lögreglunnar.
liberia_policewomen_2009_290927_675x450Í Nígeríu styrkti UN Women nígerísku lögregluna við  að draga úr kynjabilinu innan lögreglunnar og veitti tæknilegan stuðning varðandi hvernig bæta megi vernd og öryggi  kvenna og stúlkna gagnvart kynferðis- og kynbundnu ofbeldi.
Rannsóknir frá yfir 40 ríkjum Afríku sýna jákvæða fylgni á milli fjölda lögreglukvenna og lækkandi tíðni á kynferðisofbeldi gagnvart konum.
Hin 34 ára Lucy Nduti er starfandi lögreglukona í Kenía. Hún upplifir mjög oft að kvenkynsþolendur í kynferðisbrotamálum kjósa frekar að gefa henni skýrslu fremur en karlkyns samstarfsfélögum hennar sem dæmi.
Við innleiðingu ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1325 er varðar konur, frið og öryggi í Kenýa hefur UN Women unnið undanfarin ár með löggæsluaðilum þar í landi við að fjölga konum innan sveita lögreglunnar, að kynjamiðuðum umbótum, þjálfunum og við að skipuleggja forvarnarfræðslu.  Samkvæmt stjórnarskrá Kenía í dag er þess krafist að fjölga konum innan kenísku lögreglunnar og þær verðir 30% hluti lögregluþjóna landsins.
UN Women hefur veitt fjárhags- og tæknilegan stuðning til allra þessara verkefna undanfarin ár og þar með ýtt verulega undir fjölgun lögreglukvenna og sýnileika og þátttöku kvenna í störfum friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Afríku.

Related Posts