fbpx

Konur og stúlkur þurfa að vera í forystu í baráttunni fyrir loftslagsréttlæti

Heim / Fréttir / Konur og stúlkur þurfa að vera í forystu í baráttunni fyrir loftslagsréttlæti

Yfirlýsing frá framkvæmdarstjóra UN Women, Phumzile Mlambo-Ngcuka, í tilefni af Alþjóðdegi umhverfisins þann 5. júní 2021.

Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóri UN Women

„Kynjajafnrétti og loftslagsréttlæti (e. Climate justice) eru svo samofin hugtök að þau eru órjúfanlega tengd.  Staðreyndin er sú að loftslagsbreytingar bitna verr á konum og stúlkum – þær auka á fátækt þeirra og gerir þær útsettari fyrir kynbundnu ofbeldi. Þó konur leiði oft uppbyggingu í kjölfar náttúruhamfara eru þær sjaldan með í ráðum þegar loftslagsmál og nýsköpun eru rædd formlega. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur ýtt undir þetta misrétti.

Svo hægt sé að tryggja kynjamiðuð viðbrögð við loftslags-  og umhverfisáhrifum þurfa konur að hafa jafnan aðgang að auðlindum þjóðríkja, auðlindum á borð við fjármagn, ræktarlandi, vatni og orku. Einnig þarf að auka þekkingu kvenna, styðja við málefni þeirra og tryggja þeim aðgang að tækninýjungum með því að afla kynjaðra gagna sem hægt er að styðjast við í allri áætlanagerð og framkvæmdum.

Í lok þessa mánaðar fer jafnréttisráðstefnan Kynslóð jafnréttis fram í París. Ráðstefnan gerir okkur kleift að setja málefni kvenna og stúlkna í forgrunn í baráttunni fyrir umhverfisréttlæti og grænni framtíð. Aðgerðarsamstarf um feminískar aðgerðir í þágu loftslagsréttlætis hefur verið komið á laggirnar í tengslum við ráðstefnuna. Það samstarf á að skila heildrænni ráðagerð m.a. um hvernig megi fjármagna loftslagslausnir sem sniðnar eru að þörfum kvenna og stúlkna, hvernig styðja megi við verkefni kvenna – sér í lagi þau sem unnin eru af grasrótinni og á dreifbýlum svæðum – hvernig bregðast megi við loftslagsvánni og fjölga konum í stjórnunar- og forystuhlutverkum á sviðum er tengjast umhverfismálum. Skorað er á stofnanir um allan heim að taka þátt í að jafna hlut kvenna í þessum efnum.

Markmið aðgerðarsambandsins er að búa okkur heim þar sem konur og karlar hafa jafnt aðgengi að peningum, tækninýjungum og þekkingu og þar sem raddir og lausnir grasrótarinnar og minnihlutahópa hljóta hljómgrunn og virðingu.

Á þessum Alþjóðadegi umhverfisins ættum við öll að krefjast raunverulegra aðgerða sem munu stuðla að jöfnuði og berjast gegn loftslagsbreytingum og þannig búa til réttlátari og sjálfbærri heim.“

 

Hér má lesa yfirlýsinguna á ensku.

 

Related Posts