Konur í Zaatari þrá nýtt upphaf

Home / Fréttir / Konur í Zaatari þrá nýtt upphaf
Konur og börn eru um 80% íbúa Zaatari flóttamannabúðunum.

Um 80 þúsund Sýrlendingar dvelja í Zaatari eftir að hafa flúið stríðsátök og ofbeldi í heimalandi sínu. Búðirnar eru þær næststærstu í heiminum og jafnframt fjórða fjölmennasta borg Jórdaníu. Konur og börn eru um 80% íbúa Zaatari og eiga erfitt uppdráttar í búðunum.

Flestar konur í Zaatari glíma við áfallastreituröskun, þunglyndi og einangrun. Þær hafa orðið fyrir skelfilegum áföllum; misst börn sín, maka og ástvini. Margar þeirra eru ekkjur og einstæðar margra barna mæður. Það er staðreynd að konur og stúlkur á flótta eiga í meiri hættu á að verða fyrir kynferðislegu áreiti og kynbundnu ofbeldi.

  • 1 af hverjum 3 konum í Zaatari búðunum hefur verið gift á barnsaldri
  • Konur og stúlkur á flótta eru berskjaldaðar fyrir ofbeldi
  • 1 af hverjum 5 konum í búðunum er fyrirvinna fjölskyldu sinnar
  • Atvinnutækifæri fyrir konur í Zaatari eru sárafá

UN Women starfrækir griðastaði í búðunum þar sem konur og börn þeirra eru óhult fyrir ofbeldi, mæðurnar fá atvinnutækifæri og menntun og börnin daggæslu. Þá fá konurnar einnig sálrænan stuðning eftir áföll og ofbeldi. Á griðastöðum UN Women gefst þeim einnig kostur á að stunda hagnýtt nám t.d. í ensku, arabísku, mósaík, tölvukennslu, saumi, klæðskurði og hárgreiðslu.

Taktu virkan þátt í að styðja við konur í neyð með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1900 kr.)

Baráttukveðjur,
UN Women á Íslandi

Framtíð kvennanna í Zaatari
Barnahjónabönd
Andaleeb
Eliza og Zaad
Related Posts