fbpx

Konur aðeins 33% alls vísindafólks í heiminum

Heim / Fréttir / Konur aðeins 33% alls vísindafólks í heiminum

UN Women á Íslandi fagnar Alþjóðlegum degi kvenna og stúlkna í vísindum í dag. Markmið dagsins er að vekja athygli á mikilvægi þess að auka þátttöku kvenna og stúlkna í vísindum.

Heimurinn stendur frammi fyrir fjölda áskorana er tengjast bæði áhrifum loftslagsbreytinga sem og Covid-19 heimsfaraldursins. Varanlegar lausnir verða ekki fundnar án þátttöku kvenna og stúlkna.

Vissir þú að:

  • 33% alls vísindafólks í heiminum eru konur
  • Konur í vísindum fá færri rannsóknarstyrki en karlmenn, eru ólíklegri til að hljóta stöðuhækkun og gegna síður stjórnendastöðum
  • 22% af þeim sem starfa við hönnun gervigreindar eru konur
  • 28% af þeim er útskrifast úr verkfræði eru konur

Þessi ójöfnuður innan vísinda takmarkar getu okkar til að hanna og þróa sjálfbærar lausnir sem gagnast fólki af öllum kynjum og stéttum.

Á alheimsráðstefnunni Kynslóð jafnréttis í fyrra samþykktu aðildarríki að efla hlut kvenna og stúlkna í STEM-greinum. Markmið samþykktarinnar er að tvöfalda hlut kvenna og stúlkna innan vísinda fyrir árið 2026.

Related Posts
nyabel_jock, eþíópía