fbpx

Morgunfundur um jafnréttismál

Heim / Fréttir / Morgunfundur um jafnréttismál
Hvatningarverdlaun

Birna tekur við Hvatningarverðlaunum 2016.

Þriðjudaginn 26. september verða Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent á opnum fundi um jafnréttismál sem ber yfirskriftina, „Hagnýtar leiðir til að auka jafnrétti á vinnustöðum“. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mun afhenda verðlaunin. Fundurinn verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10. Á fundinum ræða framsögumenn um óáþreifanlegar og áþreifanlegar hindranir gegn jafnrétti á vinnumarkaði og hagnýtar leiðir til að stuðla að auknu jafnrétti. Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands mun stýra fundi.

Að Hvatningaverðlaununum standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð. Markmiðið með þeim er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.  Verðlaunin eru afhent árlega þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr í jafnréttismálum. Íslandsbanki, Orkuveita Reykjavíkur og Rio Tinto Alcan hafa áður hlotið verðlaunin.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Dagskrá fundarins:

  • Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, jafnrétti hjá Íslandsbanka.
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi: „Úr viðjum vanans – eru fortíðardraugar sjávarútvegs að byrgja sýn?“
  • Gyða Margrét Pétursdóttir, doktor í kynjafræði og dósent við Háskóla Íslands: „Ára (kynja)jafnréttis og aðrar óáþreifanlegar hindranir á íslenskum vinnumarkaði“.
  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhendir Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2017.
Related Posts