fbpx

Heimurinn er að bregðast konum og stúlkum: Niðurstaða framvinduskýrslu UN Women um stöðu heimsmarkmiðanna, með tilliti til kynjajafnréttis

Heim / Fréttir / Heimurinn er að bregðast konum og stúlkum: Niðurstaða framvinduskýrslu UN Women um stöðu heimsmarkmiðanna, með tilliti til kynjajafnréttis

Heimurinn er að bregðast konum og stúlkum. Þetta er niðurstaða framvinduskýrslu um stöðu heimsmarkmiðanna, með tilliti til kynjajafnréttis, sem UN Women gaf út á dögunum, ásamt UN DESA (UN Department of Economic and Social Affairs). Slík skýrsla kemur út árlega og er ætlað að varpa á ljósi á stöðu heimsmarkmiðanna 17 sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna settu sér árið 2015. Markmiðin gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og ná bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs. Rauði þráðurinn í gegnum öll heimsmarkmiðin er heimsmarkmið 5, en samkvæmt því skal fullu kynjajafnrétti vera náð fyrir árið 2030, kynbundið ofbeldi upprætt og völd allra kvenna og stúlkna efld.

Mynd: UN Women

 

Alvarlegar afleiðingar ef fram fer sem horfir

Í skýrslunni er jafnframt varað við því að haldi núverandi þróun áfram munu fleiri en 340 milljónir kvenna og stúlkna, eða um 8 prósent kvenna í heiminum, búa við mikla fátækt árið 2030. Þar að auki muni næstum ein af hverjum fjórum konum upplifa nokkurt eða alvarlegt fæðuóöryggi. Vaxandi varnarleysi vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum mun líklega hafa áhrif á þessar horfur til hins verra og allt að 236 milljónir fleiri kvenna og stúlkna búa við fæðuóöryggi, í versta falli.

Kynjabilið í valda- og leiðtogastöðum er enn fast í sessi og mun næsta kynslóð kvenna eyða að meðaltali 2,3 fleiri klukkustundum á dag en karlar í ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf, verði ekkert að gert. Ekkert ríki í heiminum er nálægt því að uppræta ofbeldi í nánum samböndum og hlutfall kvenna og karla í stjórnunarstöðum í fyrirtækjum mun áfram vera ójafnt, jafnvel árið 2050. Nokkur framför hefur orðið hvað menntun stúlkna varðar, en fullnægjandi hlutfall er enn undir undir settu marki.

Útgangspunktur skýrslunnar

Þessi skýrsla mælir fyrir samþættri, heildrænni nálgun til að efla jafnrétti kynjanna, sem felur í sér samstarf ólíkra hagsmunaaðila og viðvarandi fjármagn. Skortur á viðleitni til að ná jafnrétti kynjanna og fjármagni til að fylgja henni eftir setur öll markmið um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030 í hættu.

 

Vefur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, á íslensku.

 

Related Posts