fbpx

Fundur kvennanefndar Sþ tekur á loftslagsbreytingum

Heim / Fréttir / Fundur kvennanefndar Sþ tekur á loftslagsbreytingum

CSW, 2019, Kvennanefndafundur, 63Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) verður haldinn í 66. skipti dagana 14.- 25. mars 2022.

Á hverju ári er tekið fyrir ákveðið umræðuefni á fundinum og er þema fundarins í ár hvernig megi ná jöfnuði og valdefla allar konur og stúlkur í tengslum við loftslagsbreytingar og  viðbragðsáætlunum gegn þeim (e. Gender equality and the empowerment of all women and girls in the context of climate change, environmental and disaster risk reduction policies and programmes).

Á fundinum verður einnig farið yfir árangur af samþykktum niðurstöðum liðinna funda. Í ár verður farið yfir niðurstöður 61. fundar kvennanefndar Sþ sem fram fór árið 2017.

Venja er að ýmsir hliðarviðburðir eigi sér stað í tengslum við fundinn, en sökum COVID-19 heimsfaraldurins verða allir slíkir viðburðir rafrænir í ár. Forsætisráðuneytið hefur gert samning við UN Women á Íslandi um skipulag og utanumhald hliðarviðburðar íslenskra stjórnvalda á CSW. Viðburðurinn verður í samræmi við meginþema þingsins og verður honum streymt rafrænt.

Kvennanefndafundir Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram árlega frá árinu 1946. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að frekari réttindum kvenna og stúlkna um allan heim með ályktunum sínum og stefnumótunum.

Related Posts
Rohingjar, eldur, Cox's Bazar