Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Home / Fréttir / Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

16329596773 a5c91ac120 z 1Starfskonur UN Women munu sækja  60. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem fram fer dagana 14. – 23. mars nk.

Meginþema fundarins fundarins í ár er „Valdefling kvenna og sjálfbær þróun með áherslu á heimsmarkmiðin (Global Goals) sem samþykkt voru af  aðildarríkjum SÞ sl. haust.
Markmiðin 17 tóku við af Þúsaldarmarmiðinum og ólíkt þeim eiga við um allan heiminn ekki bara fátækustu lönd heims.
Fimmta markmiðið sem snýr að því að tryggja jafnrétti kynjanna hefur verið talið hið brýnasta þar sem það helst í hendur við öll hin markmiðin. Ómögulegt er að ná hinum 16 heimsmarkmiðunum án þess fimmta – Jafnrétti kynjanna. Það er ekki hægt að sigra með aðeins helming liðsins.
Konur og stúlkur er meira helmingur íbúa jarðar. Þær verða oftar verr fyrir barði fátæktar, loftslagsbreytinga, skorti á heilbrigðisþjónustu og efnahagskreppum og því er mikilvægara sem aldrei fyrr að tryggja jafnrétti valdeflingu kvenna og stúlkna um heim allan.
Íslenska landsnefndin mun segja fréttir frá fundinum bæði hér á heimasíðu samtakanna og á samfélagsmiðlunum. Áhugasamir geta einnig fylgst með framgangi mála á Facebook-síðu kvennanefndarinnar sem og á Twitter undir myllumerkinu #CSW60.

Related Posts