Kvenleiðtogar og kynslóð jafnréttis

Home / Fréttir / Kvenleiðtogar og kynslóð jafnréttis

Samtal kynslóða um fjölbreytta forystu og hvernig við getum haft áhrif á þróun jafnréttis til frambúðar.

Í tilefni af átaki UN Women Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum)  fer fram ráðstefna á Netinu fimmtudag 17. september klukkan 12:30 – 14:30 á íslenskum tíma. Markmið fundarins er að kalla saman að borðinu ólíkar kynslóðir, kvenleiðtoga og ungmenni hvaðanæva úr heiminum. Við hvetjum áhugasöm til að fylgjast með fundinum.

Ísland í forystu gegn kynbundu ofbeldi

Ísland er meðal forysturíkja í aðgerðarbandalagi um kynbundið ofbeldi í verkefni UN Women, Kynslóð jafnréttis. Um er að ræða stærsta verkefni UN Women frá upphafi og er jafnframt  meðal áherslumála aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres. Verkefnið er skilgreint í samræmi við heimsmarkmið SÞ en fimm árum eftir setningu þeirra hefur komið í ljós að markmiðið um kynjajafnrétti er það markmið sem aðildarríki SÞ eiga lengst í land með.

Verkefnið er unnið í tilefni af 25 ára afmæli Pekingáætlunarinnar,  framkvæmdaráætlunar um réttindi kvenna, sem m.a. byggist á ákvæðum Kvennasáttmála SÞ um afnám allra mismununar gegn konum. Verkefnið er til næstu fimm ára.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women eru á meðal þátttakenda á fundinum. Auk þeirra eru t.d. Tarana Burke, upphafskona #METOO hreyfingarinnar, Jaha Dukureh, velgjörðarsendiherra UN Women í Afríku og aktívisti auk fjölda annarra kvenleiðtoga.

Ester Hallsdóttir Ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda sækir fundinn í umboði ungs fólks á Íslandi. Ungmennaráð UN Women á Íslandi mun einnig sitja fundinn ásamt starfskonum UN Women á Íslandi.

FYLGSTU MEÐ

Ráðstefnan er opin öllum. Við hvetjum áhugasöm til að fylgjast með á fjarfundarformi.

Related Posts