Fokk Ofbeldi bolurinn kominn í sölu

Home / Fréttir / Fokk Ofbeldi bolurinn kominn í sölu

Í dag hefjum við hjá UN Women sölu á Fokk ofbeldi bolnum. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon.

FO bolurinn er rjómalitaður í oversized sniði úr mjúkri bómull. Framan á er ljósmynd eftir Önnu Maggý sem sýnir FO á táknmáli, túlkað af Aldísi A. Hamilton. Aftan á er frumsamið ljóð eftir GDRN um baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi.

Konur og stúlkur í neyð eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Líbanon, 4. ágúst síðastliðinn, Covid-19 faraldurinn og djúpstæð efnahagskreppa veikja einnig stöðu kvenna og stúlkna þar í landi.

FO bolurinn kostar 7.900 kr. og er framleiddur í takmörkuðu upplagi. Með því að kaupa FO bolinn tekur þú þátt í að veita konum og stúlkum í Líbanon neyðaraðstoð, vernd, öryggi og kraft til framtíðar.

Vodafone er bakhjarl átaksins og gerir okkur kleift að senda allan ágóða sölunnar til UN Women í Líbanon.

Saman stýrum við straumnum.

Related Posts