fbpx

Framkvæmdastýra UN Women á WPL

Heim / Fréttir / Framkvæmdastýra UN Women á WPL

Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi, tók þátt í heimsþingi alþjóðasamtakanna Women Political Leaders Global Forum, sem stendur yfir í Hörpu dagana 29. og 30. nóvember. Yfir 400 konur tóku þátt í þinginu, sem bar yfirskriftina „We Can Do It!“

Stella tók þátt í pallborðsumræðum sem báru yfirskriftina „Rape: A Weapon of War“ ásamt Purna Sen, yfirmanni stefnumótunar UN Women, Mara Marinaki aðalkynjaráðgjafa utanríkisþjónustu Evrópusambandsins, Nataliya Korolevksa, þingmaður í Úkraínu og Alice Milgo öldungadeildarþingmaður í Kenya.

Þær ræddu nauðgun sem vopn í átökum og mikilvægi þess að veita kynjaða neyðarstoð þegar átök standa. Stella ítrekaði að nálgast þyrfti mannúðaraðstoð til kvenna frá ólíkum hætti, einkum vegna þess að konur á flótta eru berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Konur eru helmingur þeirra tæplega 20 milljón flóttamanna í heiminum og 1 af hverjum 5 konum á flótta hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Stella beindi athyglinni að verkefnum UN Women og þeirri aðstoð sem samtökin veita konum í neyð, bæði í átökum sem og í flóttamannabúðum.

Related Posts