fbpx

Frábært sumarstarf: Hópstjóri götukynninga hjá UN Women

Heim / Fréttir / Frábært sumarstarf: Hópstjóri götukynninga hjá UN Women

hópstj.auglýsingLandsnefnd UN Women á Íslandi leitar að kraftmiklum einstaklingi til að leiða hóp götukynna sem sinnir fjáröflunar- og kynningarstarfi fyrir samtökin á höfuðborgarsvæðinu í sumar.

Starfslýsing

  •             Yfirumsjón með störfum götukynna
  •             Sinna ýmsum verkefnum tengdum götukynningum á skrifstofu
  •             Kynna starfsemi UN Women með götukynningum og bjóða fólki að gerast styrktaraðilar

Hæfniskröfur

  •            Umsækjandi þarf að vera samviskusamur, áreiðanlegur og sjálfstæður í vinnubrögðum
  •            Umsækjandi þarf að vera opinn, kraftmikill og sannfærandi
  •            Reynsla af almennum skrifstofustörfum og vinnu með Excel er kostur
  •            Áhugi og þekking á jafnréttismálum og málstað UN Women er kostur

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á snaedis@unwomen.is merktar Hópstjóri. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl. Nánari upplýsingar veitir Snædís í síma 552-6200.

UN Women á Íslandi treystir á frjáls framlög í fjáröflun sinni og er því verkefni götukynna mikilvægur hlekkur í fjáröflun samtakanna. Framlög til UN Women renna í verkefni sem stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna.

 

Related Posts