fbpx

Yfirlýsing frá UN Women: Ekkert umburðarlyndi gagnvart ofbeldi eða áreitni í kvennaíþróttum

Heim / Fréttir / Yfirlýsing frá UN Women: Ekkert umburðarlyndi gagnvart ofbeldi eða áreitni í kvennaíþróttum

Olga Carmona, fyrirliði spænska landsliðsins, ber fyrirliðaband UN Women og FIFA í undanúrslitaleik Spánar og Svíþjóðar. Leikurinn var tileinkaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Mynd: FIFA

UN Women hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stofnunin fagnar afgerandi afstöðu FIFA í máli forseta spænska knattspyrnusambandsins eftir afar óviðeigandi framkomu í garð spænsku fótboltakonunnar Jennifer Hermoso, við verðlaunaafhendinguna á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu 2023 (e. 2023 FIFA Women’s World Cup final). UN Women fagnar jafnframt aðgerðum FIFA og því að hafin er heildstæð rannsókn á málinu 

Yfirlýsinguna frá UN Women má lesa hér fyrir neðan, en hún birtist einnig á vefsíðu UN Women 

 

 

 

 

Alvarleiki málsins

UN Women á Íslandi tekur heilshugar undir með því sem fram kemur í yfirlýsingunni og leggur jafnframt áherslu á hve alvarlegt atvikið er sem um ræðir. Atvikið sjálft, sem og framkoma spænska knattspyrnusambandsins og forseta þess í garð Hermoso í kjölfar atviksins, er ein birtingarmynd þeirrar áreitni og ofbeldis sem konur verða fyrir, ekki bara á sviði íþrótta heldur á öllum sviðum lífsins.  

Samstarf UN Women og FIFA á HM kvenna í knattspyrnu

UN Women og FIFA tóku höndum saman í tengslum við heimsmeistaramótið þar sem markmið samstarfsins var að hampa hæfileikum og árangri þeirra mögnuðu íþróttakvenna sem kepptu á mótinu og til að vekja athygli á þeim ójöfnuði og kynbundna ofbeldi sem konur þurfa að glíma við innan og utan vallar. Sjá frétt UN Women á Íslandi um samstarfið við FIFA hér. 

Þannig voru nokkrir leikir mótsins sérstaklega tileinkaðir jafnrétti kynjanna og upprætingu kynbundins ofbeldis. Það er því sérstaklega sorglegt að verða vitni að framferði spænska knattspyrnusambandsins og forseta þess gagnvart Jennifer Hermoso og hvernig það hefur varpað skugga á sigur spænska landsliðsins á HM kvenna í knattspyrnu. UN Women á Íslandi stendur með Jennifer Hermoso og kollegum hennar í spænska landsliðinu.  

 

 

 

Myndir: FIFA

 

 

 

Related Posts
„Hira“ - Mynd: UN Women/Habib Sayed Bidell