fbpx

CSW67: Lítið land með risastóra rödd

Heim / Fréttir / CSW67: Lítið land með risastóra rödd

Kristín Þóra Harðardóttir er lögfræðingur hjá Forsætisráðuneytinu og formaður Norrænu embættismannanefndarinnar um jafnrétti og hinseginmálefni. Hún er jafnframt í hópi íslensku sendinefndarinnar sem sækir Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna, CSW67.  UN Women á Íslandi náði af Kristínu og fengu að leggja fyrir hana nokkrar spurningar um viðburðinn og það sem henni hefur þótt standa upp úr.

Norræna ráðherranefndin, þar sem Ísland fer með formennsku, stendur fyrir nokkrum mjög áhugaverðum viðburðum í tengslum við Kvennanefndarfund SÞ. Þú ert formaður Norrænu embættismannanefndarinnar um jafnrétti og hinseginmálefni. Þó að þessi málefni virðist fara hönd í hönd á Íslandi, þá er það alls ekki svo á alþjóðavettvangi og getur í raun verið mjög eldfimt málefni. Er mikilvægt að Norðurlöndin séu leiðandi afl í þessum málefnum?

„Algjörlega, Norðurlöndin hafa átt mjög langt og farsælt samstarf í jafnréttismálum, til áratuga, og kunna að vinna saman. Norræna ráðherranefndin tók nýverið hinsegin málefnin inn á sína dagskrá líka. Sem er mjög mikilvægt. Þetta er enn að þróast og er frekar nýtt en hefur gengið mjög vel. Það er mikilvægt að Norðurlöndin tali einum rómi í þessum málum eins og í jafnréttismálum, vegna þess að við vitum að á okkur er hlustað og það er horft til okkar. Þó að við séum lítil og smá, þá er horft til okkar í þessum málaflokki.

Þetta hefur gengið ótrúlega vel og er að verða meira og meira samtvinnað, hinseginmálefnin og jafnréttismál. En auðvitað þurfa svona hlutir að slípast. Við erum ekkert öll eins á Norðurlöndunum en við erum með þessa sameiginlegu sýn um græn Norðurlönd, samþætt Norðurlönd og félagslegt réttlæti á Norðurlöndum. Þetta er okkar sameiginlega sýn og það er enginn sem „challeng-ar“ það á nokkurn hátt. Þarna erum við að vinna saman. Þannig að já, ég held að það sé mjög mikilvægt að við komum fram einum rómi og ég held að með því getum við haft áhrif.“

Hvaða viðburður finnst þér hafa staðið upp úr þessa fyrstu daga og af hverju?

„Það er kannski svolítið ósanngjarnt að fara að gefa upp vinsældarlista. Þetta er rétt að byrja. Við erum með þriðja norræna viðburðinn á morgun sem nefnist „The Abusive Internet“ og fjallar um „online harassment“ og „violence“ gegn konum. En ég verð að segja að ráðherraviðburðurinn í gær var alveg frábær. Við höfum svo sem vitað á Íslandi að við höfum oft rödd, þó að við séum pínulítil.

En ég held að þeir sem voru á þessum viðburði í gær og fylgdust með í streymi, hafi séð mjög skýrt að okkar góði nágranni í vestrinu, frá því stóra landi Grænlandi, sem er mjög fámennt, þar var fulltrúi frá litlu landi sem hafði risastóra rödd. Og það er bara þannig.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Kristínu hér að neðan.

Related Posts