Baráttukonan Jaha Dukureh á Íslandi

Home / Fréttir / Baráttukonan Jaha Dukureh á Íslandi

Í tilefni af 30 ára afmæli okkar hjá UN Women á Íslandi buðum við Jaha Dukureh, velgjörðarsendiherra UN Women fyrir Afríku til Íslands dagana 4. – 6. september.

Jaha er ein helsta baráttukona heims gegn limlestingum á kynfærum kvenna og þvinguðum barnahjónaböndum. Sjálf þurfti hún að þola limlestingu á kynfærum sínum aðeins viku gömul og var þvinguð til að giftast mun eldri manni 15 ára gömul. Hún hefur tileinkað lífi sínu baráttunni gegn limlestingum á kynfærum kvenna og þvinguðum barnahjónaböndum.

Jaha Dukureh verður viðstödd hátíðarfrumsýningu á heimildarmyndinni Jaha’s Promise í kvöld í Kaldalóni, Hörpu. Myndin fjallar um líf hennar og þrotlausa baráttu gegn limlestingum á kynfærum kvenna í Bandaríkjunum og heimalandi sínu Gambíu. En hún á hve stærstan hlut í þeim áfangasigri baráttunnar, þegar limlestingar á kynfærum kvenna voru bannaðar með lögum árið 2015.

Auk þess sem Jaha verður viðstödd frumsýningu á Jaha’s Promise og tekur þátt í umræðum í Hörpu, heimsækir hún Bessastaði og á á fund með Forseta Íslands. Þá kemur hún einnig til með að hitta utanríkisráðherra Íslands, Guðlaug Þór Þórðarsson.

Related Posts