fbpx

Alþjóðlegur dagur stúlkunnar í dag

Heim / Fréttir / Alþjóðlegur dagur stúlkunnar í dag

Yfir 1,1 milljarður stúlkna er í heiminum og hver og ein þeirra á skilið bjarta og ofbeldislausa framtíð. Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins og í ár vill UN Women nota daginn til að vekja athygli á aðstæðum stúlkna á hamfarasvæðum og í stríðshrjáðum löndum. Árið 2017 er áætlað að yfir 128,6 milljón manns þurfi á mannúðaraðstoð að halda vegna átaka eða náttúruhamfara og yfir 75% þeirra, eða 96 milljónir, eru konur og börn. Nokkrar staðreyndir  um stöðu stúlkna í heiminum:

  • Tíundu hverja mínútu deyr unglingsstúlka einhversstaðar í heiminum vegna ofbeldis eða átaka.
  • Kynbundið ofbeldi margfaldast á átakasvæðum og eru stúlkur margfalt líklegri til að þola kynferðisofbeldi og misnotkun, vera giftar langt fyrir aldur fram eða hrepptar í mansal.
  • Unglingsstúlkur á átakasvæðum eru 90% líklegri til að vera ekki í skóla samanborið við lönd eða svæði þar sem ekki eru átök.
  • 1 af hverjum 4 stúlkum í þróunarlöndum eru giftar fyrir 18 ára aldur. Þessi tala tvöfaldast á hamfarasvæðum. Í dag hafa um 700 milljónir kvenna verið giftar fyrir 18 ára aldur.
  • Um 800 stúlkur eða konur láta lífið daglega vegna barnsburðar, þar af eru um 60% konur sem búa á hamfarasvæðum.

Á hamfarasvæðum vinnur UN Women að því að stúlkur og konur á hamfarasvæðum séu öruggar og  og þurfi ekki að vera hræddar við ofbeldi eða eiga hættu á að vera giftar langt fyrir aldur fram. Í flóttamannabúðum veitir UN Women konum atvinnutækifæri, menntun og jafningjastuðnin. Ef við eflum stelpur, fjárfestum í framtíð þeirra, heilsu, öryggi og menntun þá geta þær byggt upp samfélögin sem þær búa í og breytt heiminum.

Related Posts