fbpx

Yfirlýsing UN Women vegna harmleiksins á Gaza

Heim / Fréttir / Yfirlýsing UN Women vegna harmleiksins á Gaza

phumzile myndUN Women hefur djúpar áhyggjur af stigmagnandi ofbeldi í átökunum á Gaza.

Hefur ástandið haft hörmulegar afleiðingar fyrir tugþúsunda óbreyttra borgara sem margir hverjir eru konur og börn. UN Women, ásamt aðalritara Sameinuðu þjóðanna og öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir því að vopnahlé verði gert tafarlaust auk þess sem alþjóðamannúðarlög verði höfð í heiðri og vernd óbreyttra borgara tryggð.Konur og börn innan beggja samfélaga bera byrðar þessa harmleiks og afleiðinga hans.

Starfsfólk UN Women er uggandi yfir þeim mikla fjölda barna og kvenna sem hafa látist og slasast í átökunum. Samkvæmt upplýsingum frá Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) hafa um 3.000 Palestínumenn slasast í átökunum, þar af eru 904 börn og 533 konur.Hörmungarnar sem dunið hafa yfir Gaza síðustu vikur bæta gráu ofan á svart en áður en átök brutust út bjuggu íbúar svæðisins við gífurlega erfiðar félagslegar og efnahagslegar aðstæður. Mun ástandið hafa alvarleg og djúp langtímaáhrif á þá hópa palestínsks samfélags sem eru hvað varnarlausastir, konur, börn og gamalmenni. Hingað til hafa 110.000 Palestínumenn þurft að flýja heimili sín og hafa flestir leitað hælis í skólum Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn (UNRWA).

Vegna slæms aðgengis að vatni, mat og lyfjum er staðan í búðunum skelfileg og aðkallandi að gripið sé til aðgerða.UN Women sendir því ákall til beggja fylkinga um að stöðva ofbeldið og tryggja að mannúðaraðstoð berist til þeirra sem hennar þarfnast. Stofnunin sendir einnig út ákall til alþjóðasamfélagsins um að grípa til aðgerða til að sinna þörfum íbúa Gaza. Á sama tíma og það er mjög aðkallandi að grípa til tafarlausra aðgerða til að vinna bug á því hörmungarástandi sem nú geisar og bjarga lífum saklausra borgara er nauðsynlegt að finna pólitíska lausn á deilunum til að tryggja frið og þróun í þágu allra, burtséð frá kynþætti, aldri eða kyni.

Related Posts