fbpx

Yfirlýsing frá landsnefnd UN Women á Íslandi

Heim / Fréttir / Yfirlýsing frá landsnefnd UN Women á Íslandi

CEDAW-275x244Vegna ummæla formanns Íslandsdeildar Amnesty International í fjölmiðlum vill landsnefnd UN Women á Íslandi koma eftirfarandi á framfæri.

UN Women fordæmir hvers kyns ofbeldi, misnotkun og mansal.UN Women hefur alltaf og mun alltaf taka afstöðu með konum en hefur ekki tekið yfirlýsta afstöðu hvað afglæpavæðingu vændis varðar.

Stofnunin starfar um allan heim þar sem landslög um vændi eru ólík. Markmið stofnunarinnar er að hlúa að réttindum kvenna á hverjum stað fyrir sig í samræmi við lög og aðstæðum.

Í viðtali vísar formaðurinn í umræðu sem fór af stað vegna minnisblaðs sem fór í dreifingu eftir fund UN Women og UNAIDS (Joint United Nations Programme og HIV/AIDS) fyrir tveimur árum. Þar var m.a. rætt hvernig best væri að vernda konur í vændi gegn HIV smitum, hvernig tryggja mætti aðgang alnæmissmitaðra að heilbrigðisþjónustu og um afglæpavæðingu vændis. Ekki var um formlega afstöðu UN Women að ræða heldur skilgreiningar í tengslum við ákveðna fyrirspurn.

Íslenska landsnefndin hefur í umræðum á vettvangi UN Women um þetta tiltekna minnisblað komið á framfæri því sjónarmiði að hyggilegt sé að tala fyrir „sænsku leiðinni“ svokölluðu. „Sænska leiðin“ gerir kaup og milligöngu vændis refsiverð en refsar ekki þeim sem stunda vændi.

Stofnunin hefur verið skýr í afstöðu sinni um að löggjöf eigi að vernda réttindi kvenna og stúlkna og refsa þeim sem misnota konur og stunda mansal.

Related Posts