fbpx

UN Women setur þarfir kvenna í Pakistan í forgang

Heim / Fréttir / UN Women setur þarfir kvenna í Pakistan í forgang

Gríðarleg eyðilegging er af völdum flóða í Pakistan. UN Women / Aziz Ullah

„Flóðið hefur eyðilagt allar eigur mínar. Rúmið mitt og húsið mitt eru ónýt. Ég stend eftir allslaus,“ segir Fatimah Gul, ekkja sem búsett er í Swabi héraði í Pakistan.

Fatimah er ein þeirra er misst hafa allt sitt í hamfaraflóðum sem geisað hafa í landinu undanfarnar vikur. Þriðjungur alls lands er nú undir vatni og um 6,4 milljónir einstaklinga eru í brýnni þörf eftir neyðaraðstoð.

Konur, stúlkur og fólk með fatlanir eiga hvað erfiðast með að nálgast neyðaraðstoð þegar náttúruhamfarir geisa. Þá gleymast sértækar þarfir þeirra ítrekað þegar lífsbjargandi aðstoð er veitt.

Setja konur í Pakistan í forgang

Einu tekjur Fatimuh fyrir flóðið voru fjárstyrkir frá hjálparsamtökum. Hún stendur nú uppi allslaus, án tekna og hefur enga burði til að endurbyggja hús sitt eða kaupa ný húsgögn.

UN Women er starfandi í Pakistan og setur þarfir kvenna eins og Fatimuh í forsæti. UN Women hefur m.a. komið upp neyðarskýlum fyrir konur, dreift lyfjum, hreinlætisvörum og eldhúsáhöldum til kvenna sem misst hafa allt sitt í flóðunum. Þá hefur UN Women veitt ekkjum, ungum stúlkum, konum með fatlanir og tekjulausum konum fjárhagsaðstoð án skuldbindinga.

Ljósberar hjarta UN Women á Íslandi

Þú getur hjálpað með því að gerast Ljósberi UN Women á Íslandi. Ljósberar eru bakbein og hjarta samtakanna og gera okkur kleift að senda hæsta framlag allra landsnefnda til verkefna UN Women um allan heim, ár eftir ár.

Related Posts
María Rut kynningastýra un women