Umsögn UN Women á Íslandi um frumvarp til breytinga á útlendingalögum

Home / Fréttir / Umsögn UN Women á Íslandi um frumvarp til breytinga á útlendingalögum

UN Women á Íslandi er ein tólf landsnefnda UN Women Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti og valdeflingu kvenna. UN Women á Íslandi styður sérstaklega við umsagnir sem nú þegar hafa verið lagðar fram af Rauða krossi Íslands sem og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). UN Women á Íslandi gerir sérstakar athugasemdir við eftirfarandi þætti frumvarpsins: e-lið 11. gr. og b- lið 2. mgr. 15. gr., fyrst og fremst með hag, þarfir og stöðu kvenna og barna þeirra að leiðarljósi.

Þrátt fyrir vaxandi kröfur almennings um hröðun málsmeðferðatíma telur UN Women á Íslandi þessa lagabreytingu, sem mögulega hraðar málsmeðferðatíma með því festa synjanir á efnismeðferðum lagalega í sessi, geta verið á kostnað grundvallarmannréttinda fólks til að fá efnismeðferð og mat á persónubundnum aðstæðum í leit að alþjóðlegri vernd og mannsæmandi lífi í öryggi. Að sama skapi telur UN Women á Íslandi að Íslandi beri að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar og axla dreifða ábyrgð þar sem þau ríki, sem eru fyrsti viðkomustaður flóttafólks, vegna landfræðilegrar legu sinnar, neyðist ekki til að axla alla ábyrð. UN Women á Íslandi er því mótfallið því að fjarlægja e) lið úr 11. grein frumvarpsins.

UN Women á Íslandi telur að með breytingartillögu B- liðar 2. mgr. 15. Gr. séu grundvallarmannréttindi virt að vettugi þar sem breytingin kemur í veg fyrir fjölskyldusameiningu flóttafólks í leit að alþjóðlegri vernd. Að sama skapi ítrekar UN Women á Íslandi ítrekar að kyn og kyngervi skiptir miklu máli þegar fjallað eru málefni flóttafólks. Reynslan sýnir t.a.m. að karlmenn eru oft þeir sem fara á undan fjölskyldunni í leit að alþjóðlegri vernd í öðrum ríkjum, en flótti er hættulegri fyrir konur vegna berskjöldunar þeirra fyrir ofbeldi og mansali. Því teljum við þessa breytingartillögu útilokandi fyrir fjölskyldusameiningu flóttafólks.

Skoða má umsögn UN Women í heild sinni hér ☞

Related Posts