fbpx

Tæplega þrjár milljónir söfnuðust við sölu á Fiðrildabolnum

Heim / Fréttir / Tæplega þrjár milljónir söfnuðust við sölu á Fiðrildabolnum
UN Bolur net 1Óhætt er að segja að landsmenn hafi staðið fyrir fiðrildaáhrifum í lok síðasta árs við sölu á Fiðrildabolnum en samtökin seldu boli fyrir tæplega 3 milljónir króna.
Sagt er að með vængjaslætti örsmárra fiðrilda í einum heimshluta er hægt að hafa áhrif á stór veðurkerfi hinum megin á hnettinum.
Landsbankinn og ELLA lögðu til fjármagn til framleiðslu á bolnum og því rann allur ágóði sölunnar óskertur í Styrktarsjóð Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Sjóðurinn er sá eini innan SÞ sem sinnir þessum málaflokki. Styrkurinn rennur meðal annars til eina athvarfsins í Kambódíu fyrir þolendur sýruárása, til þess að lýsa upp dimm stræti og almenningssalerni í Nýju Delí og til þess að búa stúlkum í Bangladess öruggt skólaumhverfi. „Þegar einstaklingar, fyrirtæki og listamenn taka höndum saman og leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif á samfélagið þá verður niðurstaðan góð. Það skiptir sköpum fyrir starf UN Women um allan heim og á þann hátt er hægt að gera heiminn betri,“  segir Soffía Sigurgeirsdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Fiðrildabolurinn var hannaður af ELLU og Sögu og Sig  sérstaklega fyrir samtökin. Allir sem komu að gerð bolsins gáfu vinnu sína. Bolurinn var til sölu í verslun ELLU og enn er hægt að kaupa hann á hér og styðja á þann hátt við starf UN Women.
Related Posts